WordPress

Vefsíðugerð

Frá þinni hugmynd að fallegri vefsíðu í sex skrefum. Við aðstoðum þig frá A-Ö þegar kemur að vefmálum. Veitum faglega ráðgjöf, hönnum vefsíður og setjum upp vefverslanir.

Skoða nánar

Kerfið
Greining
k Hönnun
Prófanir
SEO
Hýsing

Vefumsjónarkerfi

Velja vefumsjónarkerfi sem hentar
kröfum og væntingum.

Þarfagreining

Fara yfir þarfir og væntingar sem og tilgang og markmið vefsins.

Vefhönnun

Vefhönnun kláruð og yfirfarin. Innsetning efnis myndir textar og logo.

Prófanir

Prófanir á allri virkni og skalanleika
á öllum tækjum.

Markaðssetning

Stafræn markaðssetning á netinu og leitarvélarbestun (SEO).

Vefhýsing

Koma vef fyrir á vefþjóni og setja í loftið.
Kanna alla helstu virkni.

Kerfið
Greining
k Hönnun
Prófanir
SEO
Hýsing

Vefumsjónarkerfi

Velja vefumsjónarkerfi. Við vinnum aðallega með WordPress, Joomla og framer.

Þarfagreining

Fara yfir þarfir og væntingar viðskiptavinar, tilgang og markmið vefsins, tímaramma og umfangið.

Vefhönnun

Vefhönnun kláruð og yfirfarin. Innsetning efnis myndir textar logo ofl.

Prófanir

Prófanir á allri virkni og skalanleika á öllum tækjum.

Markaðssetning

Markaðssetning á netinu og leitarvélarbestun (SEO).

Vefhýsing

Koma vef fyrir á vefþjóni og setja í loftið, kanna alla helstu virkni.

VefHús Vesíðugerð

Frá þinni hugmynd að fallegri vefsíðu í sex skrefum.
Við aðstoðum þig frá A-Ö þegar kemur að vefmálum. Veitum faglega ráðgjöf, hönnum vefsíður, setjum upp vefverslanir ásamt því að sjá um vefhýsingu, afritun gagna, vírusvarnir, daglegan rekstur og markaðssetningu.

k

Vefhönnun

Hönnum stílhreinar og snjallvænar vefsíður í sex skrefum eftir þinni hugmynd. Sjáum um vefhýsingu. Viðhald og vefumsjón.

Staðlaðar vefsíður

Einfaldar og ódýrar vefsíður settar upp í WordPress fast form sem er svo aðlagað að þinni starfsemi. Logo litir, myndir og textar.

Netverslun

Woocommerce vefverslun hentar öllum stærðum og gerðum verslanna og mögulegt er að aðlaga kerfið að þínum þörfum og óskum.

Sérsniðin vefsíða að þínum þörfum

Vefsíðugerð

Alhliða þjónustu við vefsíðugerð og ráðgjöf í umsjón vefja. Við getum aðstoðað þitt fyrirtæki við að koma upplýsingum hratt og örugglega á netið. Með Joomla & WordPress eru þér allir vegir færir.

1. þARFAGREINING

Í upphafi verkefnis er mikilvægt að fara vel yfir hvaða hlutverki vefsíðan á að gegna og hvaða væntingar til virkni er til staðar og ítarlegar hugmyndir að útliti.

2. VEFUMSJÓNARKERFI

Velja vefumsjónarkerfi sem hentar verkefninu. Við vinnum mest með WordPress / Woocommerce, Joomla og Framer.
WORDPRESS
WordPress er vinsælasta og mest notaða vefumsjónarkerfið í heiminum í dag enda mjög einfalt og notendavænt , WordPress var í upphafi hugsað sem bloggkerfi en hefur þróast í að verða eitt besta vefumsjónarkerfið á markaðnum.
JOOMLA
Joomla er mjög vinsælt vefumsjónarkerfi og er hannað sem slíkt frá upphafi kerfið hentar oft betur í stærri og flóknari verkefni það er ekki eins einfalt og WordPress en samt þægilegt fyrir notendur eftir smávægilega kynningu á virkni.
Woocommerce
Woocommerce vefverslun hentar öllum stærðum og gerðum verslanna og auðvelt er að aðlaga kerfið að þínum þörfum og óskum.
WooCommerce er hannað sérstaklega fyrir WordPress og er eitt mest notaða vefverslunarkerfi á netinu í dag.
WooCommerce styður við allar helstu greiðslugáttir, erlendar sem innlendar. Þar má nefna: Korta, Borgun, Valitor, Pei, Kass, Aur, Netgíró, MyPos, Paypal, Stripe og hundruðir annara.
Auk greiðslugátta er hægt að bjóða upp á bankamillifærslu, greiða með póstkröfu eða við afhendingu.

3. VEFHÖNNUN

Við vinnum náið með okkar viðskiptavinum til að finna réttu lausnina hverju sinni. Eftir þarfagreininguna á verkefninu setjum við líf í þínar hugmyndir og óskir.
Samskiptin eru mikilvægur grunnur svo það sé hægt að fara rétt af stað og að loka niðurstaðan verði stílhreinn og fallegur vefur sem stenst þær væntingar sem farið var af stað með.

4. PRÓFANIR

Áður en vefur er settur í loftið þarf að framkvæma prófanir þ.e. prófanir á öllum tækjum, snjalltækjum sem og öðrum tölvum. Prófanirnar eru mjög mikilvægt skref í ferlinu mögulega þarf að laga og breyta einhverju þangað til allt virkar á öllum tækjum.

5. Leitarvélarbestun

Leitarvélabestun eða SEO (Search Engine Optimization) snýst um að vefsíðan þín birtist ofarlega í Google og öðrum leitarvélum. Þetta er oft gert með því að bæta orðalag á síðunni eða skipuleggja efni betur, draga út þín einkennisorð. Bestur árangur næst oftast með því að setja upp viðbætur (plugin) sem hjálpa til við þetta.

6. VEFHÝSING

Þegar vefurinn hefur verið prófaður vandlega og telst tilbúinn til birtingar er hann settur upp á vefþjón og settur í loftið. VefHús býður upp á fyrsta flokks hraðvirka og örugga vélbúnaðar, póst og vefhýsingu. Við leggjum mikla áherslu á gagnaöryggi og uppitíma á netþjónum okkar.

VefHús WordPress

Mikilvægi

Góð vefhönnun er mikilvæg og í dag má segja að fyrirtæki komist ekki hjá því að halda úti heimasíðu þar sem fólk leitar í auknu mæli upplýsinga á netinu. Við hönnun og uppsetningu á vefsvæði er mikilvægt að vefurinn sé vel uppsettur því vefsíða fyrirtækisins er án efa andlit þess út á við. Mikilvægi sýnileika verður aldrei ofmetið.

VILT ÞÚ SKOÐA HAGKVÆMAR LAUSNIR?

Tilboð – Vefsíður settar upp í WordPress vefumsjónarkerfinu á hagstæðu verði.
Við bjóðum upp á fyrirfram ákveðin WordPress / Joomla sniðmát. Einfaldar og stílhreinar vefsíður þar sem breytingar eru gerðar á logo, myndum, litum og unnið að innsetningu á efni í samráði við verkkaupa. Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar. dæmi um síðu

Vefsíðugerð ódýrt

Pakki 1 - 89.800kr.

Tilbúin vefsíða hentugur pakki fyrir einstaklinga eða minni fyrirtæki. 2-4 undirsíður þar sem við setjum inn texta og myndir og gerum minniháttar breytingar eftir þörfum.

Tilbúinn vefsíða pakki 2

Pakki 2 - 120.800kr.

Tilbúin vefsíða hentugur pakki fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. 4-6 undirsíður þar sem við setjum inn texta og myndir og gerum minniháttar breytingar eftir þörfum.

Tilbúinn netverslun

Netverslun - 158.400kr.

Tilbúinn einföld netverslun, hentugur pakki fyrir einstaklinga eða minni fyrirtæki. 4-6 undirsíður þar sem við setjum inn texta og myndir og gerum minniháttar breytingar eftir þörfum.

Verð án VSK